Tour de Himmelfart

9.05 2018 00:00 | ummæli

Sjö íslensk ungmenni úr HFR taka þátt í einu stærsta barna- og unglingamóti Evrópu.

Dagana 10.–12. maí munu sjö íslensk ungmenni úr HFR keppa í Tour de Himmelfart í Odder á Jótlandi. Mótið er eitt særsta barna- og unglingamót í Vestur-Evrópu en árið 2017 voru alls 767 keppendur frá 10 þjóðum. Þetta er í 16. sinn keppnin er haldin.
Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum: U11, U13, U14 drengir, U15, U16 drengir, U17 og junior (U19).
Mótið stendur yfir þrjá daga og samanstendur af fimm keppnum. Samanlögð stig skera úr um úrslit mótsins. Keppt er um stigatreyju (junior og U17-16), brekkutreyju (junior og U17-16) og vinningstreyju (førertrøje – gula treyjan í öllum flokkum).
Dagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagur 10. maí 2018:
1. Etape: Linieløb (stutt götukeppni)
2. Etape: Gadeløb (kríteríumkeppni)
Föstudagur 11. maí 2018:
3. Etape: Enkelstart (tímataka, TT)
4. Etape: Kriterium
Laugardagur 12. maí 2018:
5. Etape: Kongeetape, linieløb (löng götukeppni)
Keppendur fyrir Íslands hönd eru:
Lilja Eiríksdóttir (U15)
Inga Birna Benediktsdóttir (U17)
Eyþór Eiríksson (U19)
Bergdís Eva Sveinsdóttir (U17)
Matthías Schou Matthíasson (U16)
Natalía Erla Cassata (U17)
Agnar Örn Sigurðarson (U19) 
Nánar má lesa um keppnina hér: https://www.oddercykelklub.dk/tdh/dansk_info.php
HRÍ óskar öllum þessum flottu fulltrúum Íslands góðs gengis!

Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit