EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
31.05 2018 00:00
|
Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.
Miðvikudaginn 30. maí var haldið 2. bikarmótið í tímatöku (time trial) á Stapafellsvegi við Seltjörn. Hjólað var upp í Stapafellsnámur og til baka. Almenningsflokkur og unglingaflokkar hjóluðu brautina einu sinni (11,5 km) en elite-flokkar hjóluðu brautina tvisvar sinnum (23 km).
Alls voru 66 skráðir keppendur í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður. Mótið átti að fara fram daginn áður en í ljósi þess að veðrið var keppendum ekki hliðhollt þá þurfti að fresta því og er þetta því þriðja mótið sem er frestað vegna veðurs í vor.
Það var UMFG sem hélt mótið og það voru þau Ágústa Edda Björnsdóttir, Tindi, og Rúnar Örn Ágústsson, Breiðabliki, sem báru sigur úr býtum. Eru þau því bæði efst í mótaröðinni eftir að fyrstu tvö mótin.
Helstu úrslit voru þessi:
Elite-flokkur kvenna:
Elite-flokkur karla:
Junior-flokkur kvenna:
Junior-flokkur karla:
U-17 konur:
U-17 karlar:
U-15 karlar:
Almenningsflokkur kvenna:
Almenningsflokkur karla:
Heildarúrslit er að finna á www.timataka.net.
Halldóra Kristinsdóttir
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.