Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22.07 2018 00:00 | ummæli

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum. 

Í júlí fóru fram Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum. Fyrra mótið fór fram 14. júlí og var hluti af Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem haldin var dagana 12.–15. júlí. Hjóluð var 55 km leið, svokölluð Vesturgata, en rásmark og endamark voru á Þingeyri.

Íslandsmeistari kvenna í maraþonfjallahjólreiðum 2018 er María Ögn Guðmundsdóttir, HFR, en hún kom í mark á tímanum 02:54:16. Í öðru sæti var Karen Axelsdóttir og í þriðja sæti var Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, HFR. Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, sigraði karlaflokkinn á tímanum 02:15:51.  Í öðru sæti var Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, og í því þriðja var Gústaf Darrason, Tindi.

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum var haldið 21. júlí á Ólafsfirði. Það voru Skíðafélag Ólafsfjarðar og HFA sem stóðu að keppninni sem fór fram á lokaðri braut á skíðasvæði Skíðafélags Ólafsfjarðar, Tindaöxl. Meðfram Íslandsmeistaramótinu fór fram almenningsmót en einnig kepptu yngri flokkar til Íslandsmeistaratitils.

Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, fór með sigur af hólmi í meistaraflokki karla. Karlar hjóluðu fimm hringi og kom Ingvar í mark á tímanum 01:14:05. Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, var í öðru sæti og í því þriðja var Bjarki Bjarnason, HFR.

Í meistaraflokki kvenna sigraði María Ögn Guðmundsdóttir, HFR, á tímanum 01:03:26. Í öðru sæti var Freydís Heba Konráðsdóttir, HFA, og í þriðja sæti var Agnes Linnet, Bjarti. Konur hjóluðu þrjá hringi.

Gústaf Darrason, Tindi, var fyrstur í flokki U-23 karla og Kristinn Jónsson, HFR, sigraði junior-flokk karla. Matthías Schou Matthíasson, HFR, sigraði U-17 flokk drengja og Inga Birna Benediktsdóttir, HFR, sigraði U-17 flokk stúlkna. Davíð Jónsson, HFR, og Freyja Dís Benediktsdóttir, HFR, eru sigurvegarar í flokki U15. Magnús Smári Smárason, HFA og Elsa Guðrún Jónsdóttir báru sigur úr býtum í almenningsflokki.

HRÍ óskar öllum sigurvegurum til hamingju. Heildarúrslit má sjá á timataka.net.

Halldóra Kristinsdóttir

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit