Um vefinn

Vefurinn Hjólamót.is var hannaður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdagskrá allra félaga sem eru aðilar í ÍSÍ, og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra tölfræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnishald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum.

Ert þú hjólreiðamaður sem hefur áhuga á að keppa? Endilega skráðu þig á vefnum til að einfalda skráningu í keppnir.

Þeir sem hafa spurningar sem snúa að keppnum sem skráðar eru á þessum vef, eru vinsamlegast beðnir um að beina þeim til mótshaldara þeirrar keppni sem spurningin varðar.

Tæknilegar spurningar, athugasemdir eða tilkynningar um bilanir eða galla á vefnum skal vinsamlegast senda á höfund og vefstjóra, ingvar@fjarhus.is

Aðrar spurningar, athugasemdir eða tillögur skulu sendast á meðlimi hjólanefndar ÍSÍ

Síðasta uppfærsla: 13. mars 2017 kl: 15:43