EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
2.07 2018 00:00
|
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Íslandsmót í tímatöku fór fram á Krýsuvíkurvegi 20. júní 2018. Það voru UMFG, Bjartur og Víkingur sem héldu mótið. Einnig var keppt í almenningsmóti á götuhjólum. Allir flokkar hjóluðu sömu vegalengd, um 19 km.
Íslandsmeistarar urðu þau Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud, bæði úr Breiðabliki. Í karlaflokki varð Ingvar Ómarsson, Breiðabliki, í öðru sæti og Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, í þriðja sæti. Í kvennaflokki var Ágústa Edda Björnsdóttir, Tindi, í öðru sæti og Margrét Pálsdóttir, Breiðabliki í því þriðja.
Í flokki kvenna yngri en 23 var Kristín Edda Sveinsdóttir, HFR, fyrst og í karlaflokki U-23 sigraði Gústaf Darrason, Tindi.
Kristinn Jónsson, HFR, sigraði juniorflokk karla. Sigurvegarar í U-17 flokki voru Natalía Erla Cassata og Matthías Schou Matthíasson, bæði úr HFR. U-15 flokkinn sigruðu þau Lilja Eiríksdóttir, HFR, og Fannar Freyr Atlason, Tindi.
Í almenningsflokki báru Bríet Kristý Gunnarsdóttir, Tindi, og Haraldur Sigurðsson, Víkingi, sigur úr býtum.
Heildarúrslit má sjá á timataka.net.
Halldóra Kristinsdóttir
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.