Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2.08 2018 10:18 | ummæli

.

Kæra hjólreiðafólk

 

Undanfarna mánuði hefur stjórn HRÍ unnið að erfiðu verkefni en í því felst að breyta þarf úrslitum í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross sem fram fór 11. nóvember 2017.

Því miður hefur þessi vinna tekið allt of langan tíma og valdið óþægindum fyrir báða málsaðila.

HRÍ fékk ábendingu um að hugsanlega væru úrslit ekki rétt og hafði stjórn HRÍ samband við alþjóðasambandið UCI. Við tóku nokkrar vikur í samskiptum milli sambanda og varð endanleg niðurstaða sú að Gústaf Darrason er réttilega Íslandsmeistari í Cyclo Cross 2017.

Það er ekki auðvelt verkefni að breyta úrslitum og tilkynna Ingvari Ómarssyni að hann hefði ekki orðið Íslandsmeistari. HRÍ lagði mikla áherslu á að enginn misskilningur ætti sér stað í samskiptum við UCI og vildi stjórn HRÍ vinna þetta mál 100%.

HRÍ harmar að hafa ekki þekkt reglu 5.1.001 í regluverki UCI en það var sú regla sem var brotin í þessu tiltekna móti. Nánar má skoða regluna hér: http://www.uci.ch/mm/Document/News/Rulesandregulation/16/61/43/5-CRO-20180626-E_English.pdf

 

Hjólreiðasamband Íslands er nýlegt samband og í örum vexti og munum við gera okkar allra besta til að tryggja að slíkt geti ekki gerst aftur.

 

Kær kveðja

Formaður HRÍ

Maurice Zschirp

Maurice Zschirp

Síðast breytt þann 2. ágúst 2018 kl: 10:18 af Maurice Zschirp

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit