EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
13.05 2018 00:00
|
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.
Önnur umferð í bikarmótaröðinni í fjallahjólreiðum fór fram laugardaginn 12. maí. Sama dag fór fram almenningsmót í fjallahjólreiðum. Það voru hjólreiðafélagið Tindur og Krónan í samstarfi við Mjölni sem héldu mótið en það fór fram í Öskjuhlíð.
Einungis einn keppandi var skráður í meistaraflokk kvenna, Halla Jónsdóttir, HFR. Hún hjólaði þrjá hringi og kom hún í mark á tímanum 01:13:25.
Í meistaraflokki karla hafði Hafsteinn Ægir Geirsson, HFR, betur gegn Ingvari Ómarssyni, Breiðabliki sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti var Bjarki Bjarnason, HFR. Karlarnir hjóluðu fimm hringi. Hafsteinn kom í mark á tímanum 01:26:45 og var Ingvar þremur mínútum á eftir honum. Eru þeir Hafsteinn og Ingvar jafnir að stigum nú þegar tvær umferðir eru búnar af mótaröðinni.
Einn keppandi var í junior-flokki karla, en það var Dagur Eggertsson, Tindi, sem hjólaði tvo hringi á tímanum 00:47:18. Einnig var einn keppandi í U-17, Steinar Þór Smári sem hjólaði einn hring á tímanum 00:32:01.
Í flokki drengja U15 var hjólaður einn hringur. Þar sigraði Fannar Freyr Atlason, Tindi. Í öðru sæti var Davíð Jónsson, HFR. Í þriðja sæti var Breki Blær Rögnvaldsson, HFR og í fjórða sæti var Snorri Karel Friðjónsson.
Í almenningsmótinu hjóluðu bæði karlar og konur tvo hringi. Efstu þrjú sætin voru þessi:
Konur:
1. Elsa Gunnarsdóttir, HFR
2. Sædís Ólafsdóttir, HFR
3. Hrafnhildur Sigurðardóttir, utan félags
Karlar:
1. Oddur Steinn Einarsson, utan félags
2. Gunnar Örn Svavarsson, HFR
3. Eyjólfur Ari Bjarnason, utan félags
Loks var haldið spark- og barnahjolamót. Voru 32 þátttakendur skráðir til leiks, en sparkhjólamótið var ætlað þátttakendum á aldrinum 2–5 ára og barnahjólamótið fyrir 6–12 ára. Stóðu allir sig þar með prýði og fóru heim með verðlaunapening.
Öll úrslit má sjá á timataka.net.
Halldóra Kristinsdóttir
Síðast breytt þann 13. maí 2018 kl: 14:34 af Halldóra Kristinsdóttir
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.