Þingvallakeppnin: afhending gagna og ræsing

27.05 2016 00:00 | ummæli

Afhending keppnisgagna verður í Kríu, Grandagarði 7, laugardaginn 28. maí frá kl. 10 til 12:30.

Á keppnisdag munum við hafa aðstöðu okkar á bílaplaninu þar sem Hótel Valhöll var. Ræsing hefst kl. 17:00 við afleggjarann niður að Valhallarplaninu.

kl. 17:00 er A-flokkur karla ræstur út, þeir fara 5 hringi
kl. 17:02 er A-flokkur kvenna ræstur út, þær fara 4 hringi
kl. 17:10 er allur B-flokkurinn ræstur út og allir unglingaflokkar (18 ára og yngri). Karlarnir fara 4 hringi, konurnar 3 hringi og B-flokkur unglinga 2 hringi. A-flokkur unglingaflokks drengja fer 4 hringi og A-flokkur unglingaflokks stúlkna 3 hringi.

Það verða undanfarar með blikkljós fyrir A-flokk karla og A-flokk kvenna. En B-flokkurinn hjólar án undanfara. Undanfari er jafnframt dómari viðkomandi flokks. Hann keyrir fáeinum vegstikum á undan fyrstu keppendum í flokki, nema í síðasta hring að hann mun keyra á eftir forystuhóp frá Vatnsvik í endamark.

Keppendur sem ræstir eru út á mismunandi tíma er ekki heimilt að hjóla saman í hóp á meðan á keppni stendur. Fari svo að hröðustu í B-flokki fari fram úr einhverjum í A-flokki kvenna eða karla, þá er lýst yfir svokölluðu "hlutlausu svæði" eða "neutral zone" á meðan á framúrkeyrslunni stendur. Það þýðir að engum er heimilt að "gera árás", þ.e.a.s leggja á rás til að slíta sig frá sínum hópi, á meðan á framúrkeyrslu stendur.

Það verður einstefna frá afleggjaranum niður í Vatnsvik að afleggjaranum niður að hótelplaninu okkar.

Við beinum þeim tilmælum til keppenda að renna beint niður að bílastæðinu okkar eftir að hafa farið yfir endamarkið. Kyrrstæð þvaga við endamarkið skapar bara hættu. 

Fyrir hönd keppenda munu keppnishaldarar gera upp aðstöðugjald til Þjóðgarðsins á Þingvöllum vegna afnota á bílastæðum og salernum.

Ekki gleyma að skila keppnisgögnum, tímatökuflögu og rásnúmeri, að lokinni keppni.

Bestu kveðjur frá keppnisstjórn.
Árni Guðlaugsson, keppnisstjóri og dómari í A-flokki karla
María Sæmundsdóttir, dómari í A-flokki kvenna
Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri og vörður við enda einstefnunnar

Örn Sigurðsson

Síðast breytt þann 27. maí 2016 kl: 09:06 af Örn Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit