Þingvallakeppnin

30.05 2014 00:00 | ummæli

Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.

Ræsing hefst kl. 8:30 með A-flokki karla (Meistaraflokkur), þeir hjóla 4 hringi. 2 mínútum síðar er A-flokkur kvenna (Meistaraflokkur) ræstur út, en sá flokkur hjólar 3 hringi. 2 mínútum á eftir þeim er allur B-flokkurinn ræstur út. B-flokkur karla hjólar 3 hringi, en aðrir í B-flokki hjóla 2 hringi. Þessir þrír ráshópar: A-flokkur karla, A-flokkur kvenna og B-flokkarnir mega ekki blandast á brautinni þannig að keppendur í ólíkum flokkum séu að "drafta" hvorir annan. Allir í B-flokki mega "drafta" hvort annað að vild, óháð kyni og aldursflokki.

Það er okkur gleðiefni að tilkynna að við fáum einstefnuna eins og í fyrra frá Arnarfelli að Silfru.

Til að auka öryggi og minnka umferðaröngþveiti í endaspretti hjá keppendum höfum við jafnframt ákveðið að færa rás- og endamark niður á þann vegkafla þar sem einstefnan er ennþá í gildi (sjá mynd). Það verður við fyrsta bílastæði áður en komið er að kröppu beyjunni hjá Silfru. Þjóðgarðsvörður hefur bent okkur á að nota rúmgott bílastæði við Valhöll (þar sem hótelið stóð). Þar er reyndar engin salernisaðstaða, en keppendum er bent á aðstöðuna við tjaldsvæðin nálægt Þjónustumiðstöðinni.

Vegna þess hve lítið pláss við höfum til að athafna okkur við rás- og endamark, eru keppendur vinsamlegast beðnir um að dvelja þar ekki eftir að komið er í mark, heldur renna beinustu leið á bílastæðið við Valhöll þar sem verðlaunaafhendingin mun fara fram.

Síðast breytt þann 30. maí 2014 kl: 20:43 af

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit