RIG: Uphill Duel

11.01 2014 14:38 | ummæli

Uphill Duel keppnin verður haldin þann 24. Janúar næst komandi kl 19:00. Þetta er í annað árið sem keppnin er haldin en mjög vel tókst til að halda hana í fyrra.

Keppt er á upphituðum Skólavörðustígnum, keppendur ræsa úr kyrrstöðu neðst á skólavörðu stígnum og keppa tveir og tveir í einu þar sem aðeins sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð.

Í fyrra myndaðist gríðarlega góð stemning bæði meðal keppenda jafnt sem áhorfenda, og ekki skemmdi fyrir góð umfjöllun semkeppnin fékk í helstu fjölmiðlum.

Við hvetjum alla til að taka þátt, keppendur ráða hvernig hjóli þer keppa á, hvort sem það er BMX, fjalalhjól, götuhjól eða fixed-gear. Aðeins 32 keppendur geta tekið þátt í lokakeppninn en ef fleiri en 32 skrá sig þá verður undankeppni dagana fyrir keppni, það verður auglýst síðar ef til þess kemur. Þeir sem náðu 1. til 8. sæti í fyrra eiga öruggt sæti í lokakeppninni.

Fjölmennum á þennan frábæra viðburð, hvort sem keppandi eða áhorfandi, þetta er mikilvægt tækifæri fyrir alla hjólreiðaíþróttina til að vekja athygli á sér.

Skráning fer fram hér

Óskar Ómarsson

Síðast breytt þann 11. janúar 2014 kl: 14:43 af Óskar Ómarsson

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit