EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
18.08 2014 00:00
|
Hjólamenn halda Landskeppnina í götuhjólreiðum 22. til 24. ágúst. Keppnin samanstendur af 3 dagleiðum.
Til að taka þátt í heildarkeppninni verða keppendur að keppa alla 3 dagana en einnig er hægt að keppa á stökum dagleiðum.
Flokkar
Veitt verða verðlaun fyrir unglingaflokk (18 ára og yngri) og opinn flokk (19 ára og eldri), þar sem unglingar geta jafnframt unnið til verðlauna.
Dagleiðir
Föstudagur 21. ágúst kl 19:00
Prologue Nesjavallavegur (6,1 km): einstaklingstímataka á götuhjólum sem þýðir að liggistýri, TT hjól eða þríþrautarhjól eru ekki leyfð. Endamark verður í aflíðandi vinstri beygju rétt fyrir brekkuna niður að afleggjaranum að Hafravatni. Bílastæði fyrir keppendur og verðlaunaafhending verður á afleggjaranum merktur "Dalur" rétt vestan og gegnt afleggjaranum að Hafravatni (sjá Lynghólsvegur á þessu korti)
(http://www.strava.com/segments/7898806)
Laugardagur 22. ágúst kl 10:00
Hópstart Reykjanes (60,3 km): Bláa lónið-Hafnir-Bláa lónið. Allir keppendur eru ræstir samtímis. Rás- og endamark verður á svipuðum slóðum og endamark Bláalónsþrautarinnar víðsfrægu. Byrjað á því að hjóla suður í átt að Grindavík, svo framhjá Reykjanesvirkjun að Höfnum þar sem snúið verður við á keilu og sama leið hjóluð til baka. Þetta á að heita flata dagleiðin.
(http://www.strava.com/segments/7898802)
Sunnudagur 23. ágúst kl. 13:00
Hópstart Hvalfjörður (63,9 km). Kaffi Kjós-Hvalstöðin-Kaffi Kjós. Allir keppendur eru ræstir samtímis. Hjólað um Hvalfjörð að gamla veitingaskálanum við Hvalstöðina og sama leið hjóluð til baka. Endamarkið verður tæplega 1,5km ofar í dalnum en rásmarkið. Hallinn þennan aukaspotta er aðeins meira krefjandi uppávið. Þetta á að heita ekki-flata dagleiðin.
(http://www.strava.com/segments/7898797)
Liðakeppni
Í opnum flokki karla verður boðið upp á liðakeppni. Hámarksfjöldi í liði er 4 keppendur en þó aldrei færri en 3. Þrír bestu tímar á hverjum legg telja. Það lið sem vinnur fær farandbikar keppninnar til varðveislu í eitt ár. Ef þáttaka reynist næg verður einnig boðið upp á liðakeppni í opnum flokki kvenna.
Skráning
Skráning fer fram á www.hjolamot.is. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í hvern legg fyrir sig. Keppnisgjöld eru 3.000 kr. fyrir stakan legg, 4.000 kr. fyrir tvo leggi en 4.500 kr. ef greitt er fyrir alla þrjá leggina.
Skráning telst ekki gild nema keppnisgjöld hafi einnig verið greidd.
Ekki verður tekið við skráningum á keppnisstað.
Skráningu lýkur kl. 18:00 fimmtudaginn 21. ágúst.
Bankaupplýsingar:
Reikn nr. 0101-26-705815
Kt. 580105-0840
Vinsamlegast sendið greiðslukvittun úr heimabanka á hjolamenn@gmail.com
Keppendur eru á eigin ábyrgð í Landskeppninni.
Hjálmaskylda er í öllum keppnum á vegum Hjólamanna.
Keppendur eru minntir á að virða almennar umferðarreglur.
Myndir
Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við rásmarkið og horft niður eftir brautinni.
Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft upp eftir brautinni.
Dagur 1, Prologue Nesjavallavegur: við síðustu beygjuna og horft niður eftir brautinni; endamarkið verður þvert útfrá umferðarskiltinu sem er á myndinni.
Dagur 2, Reykjanes: rás- og endamark verður við Bláa lónið.
Dagur 2, Reykjanes: snúið verður við á keilu við Hafnir.
Dagur 3, Hvalfjörður: ræst verður frá Kaffi Kjós; endamarkið verður um 1,5 km ofar í dalnum til að ná örlítið meira krefjandi endaspretti upp brekkuna sem sést á mynd.
Dagur 3, Hvalfjörður: snúið verður við á keilu við gamla veitingaskálinn hjá hvalstöðinni.
Dagur 3, Hvalfjörður: efst í endasprettsbrekku fyrir ofan Kaffi Kjós koma tvær aflíðandi beygjur, fyrst til hægri og sú síðari til vinstri. Þessi mynd er tekin við síðari beygjuna og horft er niður eftir brautinni.
Dagur 3, Hvalfjörður: endamarkið verður við þessa vegstiku; horft uppeftir veginum þar sem malbikið endar nokkur hundruð metrum ofar.
?
Síðast breytt þann 20. ágúst 2014 kl: 16:28 af
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.