Jökulmílan, 2. júlí 2016

28.06 2016 00:00 | ummæli

Skráningarfrestur í Jökulmíluna rennur út á miðnætti á miðvikudagskvöld, 29. júní kl. 23:59.

Afhending gagna

  • Örninn Reiðhjólaverslun, Faxafeni 8, föstudaginn 1. júlí, klukkan 15-18.
  • Íþróttamiðstöðin Grundarfirði, laugardaginn 2. júlí, klukkan 8:30-10:30.

Keppnisfundur

  • Haldinn 15 mínútum fyrir ræsingu í hvorri vegalengd og skulu allir keppendur vera þá tilbúnir.

Ræsing

  • Bikarkeppni karla, Jökulmílan (162km), kl. 10:00
  • Bikarkeppni kvenna, Jökulmílan (162km), kl. 10:02
  • Almenningsviðburður, Jökulmílan (162km), kl. 10:10
  • Almenningsviðburður og Bikarkeppni unglinga, Hálf Jökulmíla (78km), kl. 11:00
  • Míluspretturinn, hjólreiðaáskorun fyrir krakka kl. 12:00

Drykkjarstöðvar

  • Við Kothraun (eftir 52 km), við Búðir (eftir 87 km), við Vegamót (eftir 124 km) og við Bjarnarhöfn (eftir 143 km).
  • Í Hálfri Jökulmílu verður einnig drykkjarstöð í Stykkishólmi á leið út úr bænum við bensínstöðina Orkuna (eftir 39 km).
  • Boðið verður upp á áfyllingarþjónstu á brúsa, bæði orkudrykki frá Hreysti og vatn, banana og brauðmeti.

Keppnisleið og -reglur

  • Vakin er athygli á að farið verður í gegnum þorpið Rif og í Hálfri Jökulmílu verður tekinn hringur um götur Stykkishólms (sjá yfirlitsmynd að neðan). Settar verðar upp örvar á leiðinni til að hjálpa þátttakendum að rata.
  • Allir keppendur þurfa að kynna sér keppnisleiðina því engin brautargæsla verður á leiðinni. Jafnframt verða allir að kynna sér keppnisreglur í hjólreiðum sem finna má hér.
  • Bíll mun fylgja fremstu keppendum í heilli Jökulmílu.

Öryggisatriði

  • Keppendur hafi á sér GSM síma á meðan á keppni stendur og visti símanúmer keppnisstjóra í símann af öryggisástæðum.

Alls konar praktískt

  • Allir keppendur fá súpu eftir kl. 15.30.
  • Frítt er í sund og á tjaldstæðið fyrir keppendur og aðstandendur.
  • Verðlaunaafhending verður upp úr kl. 17.00 inni í Íþróttamiðstöðinni.

Bestu kveðjur

Hjólamenn
 

 

StykkisholmurRif

Örn Sigurðsson

Síðast breytt þann 28. júní 2016 kl: 19:44 af Örn Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit