Jökulmílan - lengsta einstaklingsmiðaða hjólreiðakeppnin á Íslandi

6.04 2013 00:00 | ummæli

Hjólamenn standa fyrir nýrri hjólreiðakeppni í sumar.

Undanfarin 3 sumur hafa Hjólamenn staðið fyrir Snæfellsneshringnum þar sem hjólaður hefur verið hringur í kring um Snæfellsnesið frá Vegamótum.  Í ár verður þessar keppni breytt verulega, má í raun tala um alveg nýja keppni,  og hefur hún hlotið heitið Jökulmílan.  Startað verður frá Grundarfirði 15. júní og hjólaður rangsælis hringur í kring um Snæfellsnesið.

 

Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburðurinn sem er skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsnes, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur.  Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs.  Hjólamenn vilja höfða til breiðs hóps hjólreiðmanna eins og gjarnan er með slíka viðburði.  Við skorum á þig að reyna "Míluna" á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt. 

 

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

Forræsing kl. 9:00.  Fyrir náttúruunnendur á fjalla- eða götuhjólum

Keppnisflokkur kl. 11:00

Þríþrautarflokkur kl. 11:10

Hálf Jökulmíla (startað frá Búðum) kl. 13

Fjarðarsprettur.  Hjólaþraut fyrir 8 til 16 ára kl. 14 í Grundarfirði.

 

Allir áhugamenn um hjólreiðar ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Snæfellsnesinu 15. júní næstkomandi!

Allar nánari upplýsingar á vefsetri Jökulmílunnar.

Síðast breytt þann 7. apríl 2013 kl: 12:04 af

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit