Íslandsmeistarmót í götuhjólreiðum og Jökulmílan

1.07 2017 00:00 | ummæli

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið samhliða Jökulmílunni 1. júlí 2017.

Ræsingu í almenningsviðburði Jökulmílunnar og Íslandsmeistaramóti verður háttað sem hér er tíundað:

Jökulmílan - almenningsviðburður
Lengd brautar:161 km.

Hópræsing kl. 10:00. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara verða við Kothraun (eftir 53 km), Búðir (eftir 85 km), Vegamótum (eftir 124 km) og við Bjarnarhöfn (eftir 143 km).. Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.

Hálf Jökulmíla - almenningsviðburður
Hópræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði, hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).

Míluspretturinn - krakkaþraut á Mílukarlinum
Hópræsing kl. 13:00. Mílukarlinn er útpæld braut um götur Grundarfjarðar og lítur hún út ofan frá eins og karl með ýktan hökutopp. Brautin er ein míla að lengd (1,6 km.). Börn fædd á árunum 2001 - 2011 hjóla mis marga hringi.


ÍSLANDSMEISTARAMÓT 2017

Lengd brautar:78 - 161 km.

UCI Elite karlar: 161 km, ræsing kl. 11:45. Rangsælis hringur um Snæfellsnes sem hefst í Grundarfirði. Hjólað er vestur fyrir Jökul, til baka um Vegamót og Vatnaleið. Drykkjarstöð verður við Búðir (eftir 85 km). Athugið að krókurinn niður að Rifi verður ekki hluti leiðarinnar í Jökulmílunni í ár.

UCI Elite konur: 101 km, ræsing kl. 12:30. Ræst frá Grundarfirði og hjólaðir um 12 km vestur uppí Búlandshöfða hvar snúið verður við á keilu. Farið til baka í gegnum Grundarfjörð og síðan hjóluð Hálf Jökulmíla austur í Stykkishólm og til baka í Grundarfjörð. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 51 km).


UCI Junior: Hálf Jökulmíla, 78 km, ræsing kl. 11:00. Ræst frá Grundarfirði samtímis ræsingu í Hálfu Jökulmíluna - almenningsviðburð. Hjólað austur í Stykkishólm og til baka. Drykkjarstöð verður í Stykkishólmi (eftir 39 km).

Örn Sigurðsson

Síðast breytt þann 13. júní 2017 kl: 17:04 af Örn Sigurðsson

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit