EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
3.11 2014 00:00
|
Laugardaginn 1. nóvember fór fram 2. umferð í cyclocross mótaröðinni Kría Crossbollinn sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur HFR stendur að í samvinnu við hjólreiðafélagið Tind, ásamt hjólreiðaversluninni Kríu.
Keppnin fór fram í nýrri og skemmtilegri keppnisbraut í Leirdal í Grafarholti. Um 40 keppendur voru með að þessu sinni og voru aðstæður til keppni afar góðar m.v. árstíma.
Keppnin var spennandi í öllum flokkum og helstu úrslit voru að í kvennaflokki var María Ögn Guðmundsdóttir (HFR) hlutskörpust, um tveimur mínútum á undan Björk Kristjánsdóttur (Tindi) í öðru sæti, og Margrét Pálsdóttir (HFR) varð svo þriðja. Ingvar Ómarsson (Tindi) hafði sigur í karlaflokki, um 45 sekúntum á undan Hafsteini Ægi Geirssyni (HFR), og Óskar Ómarsson (Tindi) hlaut þriðja sæti.
3. umferð Crossbollans er fyrirhuguð 22. nóvember.
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.