Gullhringurinn þriðja árið í röð

16.06 2014 01:32 | ummæli

Aðra helgina í júlí, eða laugardaginn 12. júlí næstkomandi, verður Gullhringurinn, haldinn þriðja árið í röð. Í fyrra tóku rúmlega 200 keppendur þátt í mótinu, allt frá hjólreiðamönnum ársins 2013 að byrjendum sem margir voru að keppa í hjólreiðakeppni í fyrsta sinn. Keppnin hefur vakið athygli fyrir veglega vinninga og er lögð áhersla á að allir vinni á einn eða annan hátt. Til dæmis er mikið lagt uppúr glæsilegum brautarvinningum, keppendum boðið frítt í sund og kjötsúpa elduð fyrir alla eftir keppni.  

Gullhringurinn var fyrst hjólaður fyrir tveimur árum og á þeim stutta tíma er hann orðin önnur ein fjölmennasta hjólreiðakeppni landsins. Núna í ár og framvegis verður skráning Gullhringsins á síðu allra hjólreiðamanna á Íslandi - www.hjolamot.is


FORSKRÁNINGARKJÖR TIL 1. JÚLÍ  
Rétt rúmlega tvö hundruð aðilar hjóluðu Gullhringinn í fyrra en stefnt er að því að þátttakendur verði 400 í ár. Skráning hefst á gullhringurinn.is og verða forskráningarkjör í boði til 1. júlí. Eftir það hækkar gjaldið úr 5.500 krónum í 6.500 krónur. 

Fyrstu 200 sem skrá sig fá veglegan keppnispokka með skráningargögnum, fylltan með Gullhrings dry fit bol, Snickers orginal orkystöngum og Powerade drykkjum og brúsa, miða í Fontana laugarnar á Laugarvatni og fleira og fleira 

https://vimeo.com/75444152

Keppninni er stýrt frá Laugarvatni sem er útivistar paradís eins og best verður á kosið á Íslandi. Þar eru fyrsta flokks tjaldstæði, farfuglaheimili, hótel og hostel. Náttúrulindin á Fontana tekur vel á móti öllum og veitingastaðir allt frá pylsuvagni að fimm stjörnu veitingahúsum eins og Lindinni. Mótstjórnin verður á hinum ný endurvakta Héraðsskóla á Laugarvatni. 

Ingvar Ómarsson

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit