Góð stemming í Þingvallakeppninni

11.05 2013 17:00 | ummæli

Met þátttaka í Þingvallakeppni Hjólamanna.  Rafrænt tímatökukerfi stóðst prófið þegar um 20 manna "peloton" æddi í átt að endamarkinu.

Skötuhjúin María Ögn Guðmundsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson tóku fyrstu sætin í Þingvallakeppninni í morgun. María sigraði kvennaflokk með miklum yfirburðum, stakk keppinauta sína af þegar 25 km voru í mark og kom ein í mark á glæsilegum tíma, hún hjólaði kílómetrana 51, sem kvennaflokkur fór, á tímanum 1:28:08. Hafsteinn vann á lokaspretti, sjónarmun á undan Ingvari Ómarssyni á tímanum 1:49:22 en Davíð Þór Sigurðsson varð þriðji, sjónarmun á eftir Ingvari. Karlaflokkur hjólaði fjóra hringi í þjóðgarðinum, samtals 68 kílómetra sem þýðir að meðalhraði Hafsteins var 37,3 km/klst. Valgarður Sæmundsson stakk af í karlaflokki á fyrsta hring og hjólaði einsamall í rúmlega einn hring en það reyndist honum ekki auðvelt að halda sínu á móti svo stórum hóp og hér var mættur til leiks.

Met þátttaka var í keppninni en 75 keppendur voru skráðir til leiks sem er tæplega helmings aukning frá fyrra ári. Umbúnaður um keppnina var nokkuð meiri en áður, dómarar fylgdu fyrstu keppendum í meistaraflokkunum og þess má geta að Ríkissjónvarpið mætti á staðinn með myndatökulið. Lögreglan kom og gætti öryggis keppanda og var innakstur bannaður í hluta brautarinnar. Öll tímataka var með rafrænum hætti sem tryggði að hún gekk snuðrulaust fyrir sig.

Önnur úrslit urðu þau að Ólöf Pétursdóttir sigraði í A-flokki kvenna en hún hjólaði 34 kílómetra á tímanum 1:07:38. Garðar Erlingsson sigraði í A-fokki karla, hann hjólaði 51 kílómetra á tímanum 1:36:03.

Nánari úrslit má finna hér á hjolamot.is

Síðast breytt þann 11. maí 2013 kl: 18:36 af

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit