EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari
12 ágúst kl: 00:00Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
28.08 2014 00:00
|
HFR býður til fjallahjólakeppni þriðjudaginn 2. september kl. 19. Keppt verður í frábærri braut í Grafarholti sem hentar öllum áhugasömum fjallahjólamönnum vel. Stórskemmtilegir vinningar í boði.
Ræsing fer fram kl. 19.00 við æfingasvæði Fram í Leirdal í Grafarholti. Þar er góð aðstaða með salernum og næg bílastæði. Ekið er inn Þorláksgeisla í Grafarholti.
Sigurvegarar í öllum flokkum fá gjafabréf frá Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu. Allir þátttakendur fá ís frá Kjörís í mótslok og margt fleira. Í lok keppni munum við svo draga út fullt af skemmtilegum og veglegum vinningum.
Einnig verða sérstök 26” baráttuverðlaun veitt fyrir þann keppenda sem nær bestum árangri á 26" hjóli.
Hér má sjá brautina á strava. http://www.strava.com/segments/7827199
Keppt verður í þremur flokkum karla og kvenna, 16 ára og yngri, 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. Miðað er við fæðingarár. A flokkur karla hjólar 3 hringi en B flokkur karla, kvennaflokkur og unglingar hjóla 2 hringi.
Keppnisgjald er aðeins 1.500kr.
Næsta brautarskoðun er sunnudaginn 31. ágúst kl. 10:15. Farið verður frá húsinu í botni Þorláksgeisla í Leirdal.
Síðast breytt þann 28. ágúst 2014 kl: 10:08 af
Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb
Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.
Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.
Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.
Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.
Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.