ÁHORFENDAMET Á HJÓLREIÐAKEPPNI VIÐ HÖRPU Í GÆRKVÖLDI

5.07 2013 12:29 | ummæli

-HÁKON HRAFN SIGURÐSSON OG BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR HRAÐSKREIÐUST
-ÁHORFENDAMET Á HJÓLREIÐAKEPPNI VIÐ HÖRPU Í GÆRKVÖLDI 
-ALVOGEN STYÐUR UNICEF OG RAUÐA KROSSINN Í GEGNUM KEPPNISGJÖLD OG AUKA FRAMLAG

Flottar myndir frá keppninni eru aðgengilegar án endurgjalds á Flickr síðu
Fleiri myndir á Facebook síðu atburðarins.

Alvogen Time Trial var haldið í fyrsta sinn í gærkvöldi við Hörpu. Hjólað var í tveimur flokkum frá Hörpu upp fyrir Laugarnesveg og til baka í keppt í götu- og þríþrautaflokki (16km og 32km) í kvenna og karlaflokki. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og runnu 900.000 krónur af  verðlaunafé til góðgerðamála að vali vinningshafa. Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum voru mætt til keppni og mikill fjöldi áhorfenda vakti athygli en tímatöku mót sem þessi eru einkar áhorfendavæn þar sem startað er með jöfnu millibili og brautin er tiltölulega stutt með jöfnum snúningum. Keppnin var tileinkuð réttindum barna og runnu skráningargjöld keppenda til menntunarverkefna UNICEF og Rauða krossins. 

Sigurvegarar í þríþrautarflokki ( 32 KM ) voru þau Hákon Hrafn Sigurðsson og Birna Björnsdóttir. Það var þó árangur Emils Tuma Víglundssonar sem kom hvað mest á óvart en hann er aðeins 16 ára og náði að hjóla brautina á næst best tíma kvöldsins. Í götuhjólaflokki voru það svo Árni Már Jónsson og Alma María Rögnvaldsdóttir sem voru sigurvegarar kvöldins. Nánari úrslit hér (http://hjolamot.is/keppnir/22). Þá voru einnig verðlaunuð sterkustu stuðningslið kvöldsins og voru það stuðningslið Emils Tuma og Hákons Hrafns sem sigruðu þar spennandi keppni.

Hákon Hrafn með stuðningsliði sínu

Myndir frá keppninni eru aðgengilegar án endurgjalds á Flickr síðu

Mikð fjölmenni var samankomið við Sæbrautina í gær og telja mótshaldarar að þetta hafi verið fjölsóttasta hjólreiðamót sem haldið hefur verið þegar kemur að áhorfenda fjölda. 
 

Þrítþrautarflokkur karla 32 KM 
1. Hákon Hrafn Sigurðsson    45:26
2. Emil Tumi Víglundsson     45:37
3. Hafsteinn Ægir Geirsson  45:42

Þrítþrautarflokkur karla 32 KM

Þríþrautarflokkur kvenna 32 KM 
1. Birna Björnsdóttir 49:17
2. María Ögn Guðmundsdóttir 52:07
3. Stefanie Gregersen    55:44

Þríþrautarflokkur kvenna 32 KM
 
Götuhjólaflokkur karla 16 KM 
1. Árni Már Jónsson 24:07
3. Helgi Berg Friðþjófsson 24:14
2. Ingvar Ómarsson 24:15

Götuhjólaflokkur karla 16 KM

Götuhjólaflokkur kvenna 16 KM 
1. Alma María Rögnvaldsdóttir 26:43
2. Ebba S Brynjarsdottir 28:01
3. Ása Guðný Ásgeirsdóttir 28:57

Götuhjólaflokkur kvenna 16 KM
Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen er styrktaraðili keppninnar sem haldin er í samstarfi við UNICEF og Rauða Krossinn. Skráningargjöld keppenda renna óskipt til samtakanna. Góðgerðasjóður Alvogen, Better Planet, mun einnig styrkja samtökin um 9 milljónir króna eftir söfnun starfsmanna fyrirtækisins í 30 löndum sem nú fer að ljúka. 

Rásmarkið var við Hörpu (tónlistar- og ráðstefnuhús) og þaðan var hjólað eftir Sæbraut að gatnamótum við Laugarnesveg og til baka að Hörpu þar sem endamarkið er. Snúið er við á keilum og keppnishringur er um 5,5 km langur. Sæbraut verður lokuð fyrir annarri umferð á meðan.

Emil Tumi í rásmarkinu.

Keppt var í fjórum opnum flokkum: Karlar götuhjól, konur götuhjól, karlar þríþrautarhjól, konur þríþrautarhjól. Á þríþrautarhjólum eru liggistýri, plötugjarðir og aerohjálmar leyfilegir en óheimilt er að nýta sér búnaðinn í götuhjólaflokki. Drafting er óheimilt og gilda reglur hjólreiðanefndar ÍSÍ um drafting. Hjálmaskylda er í keppninni og eru keppendur  á eigin ábyrgð.

Alls voru veitt 12 einstaklingsverðlaun í götu- og þríþrautarflokki  karla og kvenna:

1. sæti: Vinningur að verðmæti um 250.000 krónur. Flugmiði fyrir 2 til Evrópu með Icelandair og 100.000 kr. sem sem rennur  til viðurkennds góðgerðafélags á Íslandi að vali viðkomandi.

2. sæti: Vinningur að verðmæti 175.000 krónur. Vinningshafi fær 75.000 kr. sem renna til viðurkennds góðferðarfélags að vali viðkomandi og Samsung S3 Galaxy síma að verðmæti um 100.000 kr. frá Símanum, samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen.

3. sæti: Vinningur að verðmæti 75.000 krónur. Vinningshafi fær 50.000 kr. sem rennur til viðurkennds góðgerðafélags að vali viðkomandi og 25.000 kr. gjafakort hjá Ormsson , samstarfsaðila góðgerðasjóðs Alvogen  verðmæti um 50.000 kr.


Um Better Planetog samstarf Alvogen, UNICEF og Rauða krossins
Undanfarin þrjú ár hafa starfsmenn Alvogen í 30 löndum staðið fyrir söfnun í nafni góðgerðarsjóðs fyrirtækisins, Better Planet. Sjóðurinn er í langtímasamstarfi við bæði UNICEF og Rauða Krossinn. Alvogen hefur nú þegar styrkt samtökin um ríflega 20 milljónir í gegnum Better Planet.
 
Lykilmarkmið Better Planet er að gera heiminn að betri stað fyrir börn. Stærsti hluti úthlutunar sjóðsins undanfarin ár hefur verið til neyðarhjálpar og til menntunarverkefna barna í Sierra Leone og Madagascar. Á síðustu þremur árum hafa safnast um 35 milljónir króna í sjóðinn sem hefur eins og áður segir verið m.a.  úthlutað til UNICEF og Rauða Krossins en einnig til ýmissa góðgerðamála á mörkuðum Alvogen.
 
Þátttökugjöld renna að fullu til UNICEF og Rauða Krossins og verða nýtt til að styðja við menntun stúlkubarna í Madagascar og til rekstur verkmenntaskóla fyrir ungmenni í Sierra Leone. Söfnun Alvogen í ár lýkur í júlí og mun félagið afhenda um 9 milljónir króna til UNICEF og Rauða Krossins vegna menntunarverkefna í Madagascar og Sierra Leone.  Alvogen skorar á þátttakendur og aðra sem áhuga hafa á stuðningi við góðgerðarsjóðinn Better Planet að leita til UNICEF og Rauða Krossins sem veita nánari upplýsingar.

Síðast breytt þann 6. júlí 2013 kl: 20:10 af

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit