6.bikar í cyclocrossmótaröð Tinds

2.04 2013 17:06 | ummæli

Þá er komið að síðustu keppninni í cyclocrossmótaröð Tinds! Spennan er búin að vera mikil í vetur, og fólk hefur haft gaman af því að hittast og keppa í snjó, klaka og kulda, eins og sönnum hjólreiðamönnum sæmir.

Staðan í stigakeppninni er ansi spennandi, en hana má sjá hér.

Að þessu sinni verður horfið aftur til Nauthólsvíkur, en nú í nýrri og náttúruvænari braut en áður. Nýja brautin er lausari við gras en sú gamla, og færir keppendur nær sandi, hólum og klettum, en er á sama tíma hraðari og flæðir einnig mjög vel. Við viljum vekja athygli á því að keppnin hefst klukkan 10:00 í þetta skiptið, en ekki kl 11:00 eins og vaninn hefur verið. Þetta er gert til að vera á undan umferð almennings um ströndina, en hún opnar almenningi kl 11:00.

Að keppni lokinni verður opið í heitapottinn á svæðinu, aðgangur er 500 krónur. Einnig ætlum við að stilla upp grillinu og elda uppáhaldsmat hins almenna afrekshjólara, pulsur! Verðlaunaafhending, bæði í aldursflokkum og yfir heildina verður einnig á ströndinni eftir keppnina.

Kort af nýju brautinni má sjá á síðu keppninnar á www.hjolamot.is, keppnisgjald er aðeins 500 krónur, og öllum sem eiga cyclocrosshjól er skylt að láta sjá sig, og hjóla í þessar litlu 45 mínútur ;)

 

Ummæli

Aðrar fréttir

EM í fjallahjólreiðum og nóg framundan hjá Ingvari

12 ágúst kl: 00:00

Íslandsmeistarinn tekur þátt í fjölmörgum mótum í ágúst og september

Breytt úrslit í Íslandsmeistaramótinu í Cyclo Cross 2017

2 ágúst kl: 10:18

.

Íslandsmeistaramót í maraþonfjallahjólreiðum og fjallahjólreiðum 2018

22 júlí kl: 00:00

María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson eru tvöfaldir Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum.&nb

Arna keppir á heimsbikarmóti

5 júlí kl: 00:00

Arna Sigríður Albertsdóttir keppir á Paracycling Road World Cup.

Íslandsmót í tímatöku

2 júlí kl: 00:00

Rúnar Örn Ágústsson og Rannveig Anna Guicharnaud eru Íslandsmeistarar í tímatöku 2018.

Íslandsmót í götuhjólreiðum

2 júlí kl: 00:00

Ágústa Edda Björnsdóttir og Ingvar Ómarsson eru Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum 2018.

Fjallabrun, Vífilsstaðahlíð

16 júní kl: 00:00

Úrslit í fyrsta bikarmóti 2018 í fjallabruni.

Cube Prologue 1 - Ráslisti

13 júní kl: 12:46

Hér er ráslisti kvöldsins. Númer og Flaga

Cervelo TT, úrslit

31 maí kl: 00:00

Úrslit í öðru bikarmótinu í tímatöku 2018.

Canon criterium mótaröðin – fyrsta umferð

25 maí kl: 00:00

.

Vortímataka Breiðabliks, úrslit

19 maí kl: 00:00

Fyrsta bikarmót í tímatöku 2018. 

Ingvar keppir í UCI World Cup í fjallahjólreiðum

19 maí kl: 00:00

Ingvar Ómarsson keppir 20. og 27. maí.

Krónan fjallahjólamót, úrslit

13 maí kl: 00:00

Úrslit úr öðru bikarmóti sumarsins í fjallahjólreiðum.

Jónas, Davíð og Rúnar í Enduro World Series

11 maí kl: 00:00

3. umferð EWS fer fram um helgina.

Reykjanesmót Nettó og 3N

10 maí kl: 00:00

Úrslit