Fréttir

Ráslisti fyrir Cube Prologue II

17.06 2014 22:30 | ummæli

Hérna er ráslisti fyrir Cube Prologue II sem fer fram á morgun 18. júní kl. 19:00. Afhending keppnisnúmera fer fram við endamark keppninnar frá kl. 18:15

Gullhringurinn þriðja árið í röð

16.06 2014 01:32 | ummæli

Aðra helgina í júlí, eða laugardaginn 12. júlí næstkomandi, verður Gullhringurinn, haldinn þriðja árið í röð. Í fyrra tóku rúmlega 200 keppendur þátt í mótinu, allt frá hjólreiðamönnum ársins 2013 að byrjendum sem margir voru að keppa í hjólreiðakeppni í fyrsta sinn. Keppnin hefur vakið athygli fyrir veglega vinninga og er lögð áhersla á að allir vinni á einn eða annan hátt. Til dæmis er mikið lagt uppúr glæsilegum brautarvinningum, keppendum boðið frítt í sund og kjötsúpa elduð fyrir alla eftir keppni.  

100 skráðir til leiks í Alvogen Midnight Timetrial

12.06 2014 00:00 | ummæli

Einvala lið hjólreiðamanna og kvenna er nú skráð til leiks í Alvogen Midnight Timetrial. Skráning stóð aðeins yfir í fjóra tíma en þá höfðu öll sæti keppninnar verið skipuð. Alls munu 40 keppa í þríþrautarflokki en 60 keppendur eru skráðir í götuhjólaflokk.  

Ráslisti fyrir Krýsuvík TTT, 4. júní 2014

4.06 2014 00:00 | ummæli

Afhending keppnisgagna við Bláfjallaafleggjara á Krýsuvíkurvegi frá 18:00 - 18:50

Alvogen Midnight Time Trial

1.06 2014 14:41 | ummæli

Sæbrautinni lokað fyrir hjólreiðakeppni  Keppt um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands - Mótið tileinkað réttindum barna  Öflugasta hjólreiðafólk landsins mun etja kappi á Alvogen Midnight Time Trial hjólreiðakeppninni sem haldin verður að kvöldi 3. júlí nk. Keppt verður um titilinn hraðskreiðasti hjólreiðamaður Íslands 2014. Öflugir erlendir keppendur hafa boðað komu sína á mótið og munu keppa í þríþrautarflokki karla og kvenna. Sæbrautinni, einni helstu umferðaræð borgarinnar, verður lokað fyrir annarri umferð á meðan keppnin fer fram.  

Þingvallakeppnin

30.05 2014 00:00 | ummæli

Þingvallakeppnin í ár verður með svipuðu móti og í fyrra, en samt verða nokkrar breytingar sem eru til bóta fyrir öryggi keppenda.

Ráslisti fyrir Cube Prologue I

27.05 2014 20:00 | ummæli

Hérna er ráslistinn fyrir morgun daginn

Úrslit frá Hjóladegi Hyundai

10.05 2014 00:00 | ummæli

Það var flott veður sem tók á móti keppendum á Hjóladegi Hyundai. Góð mæting var hjá fólki í fjallahjólakeppnina en 39 luku keppni. 

Hjóladagur Hyundai

6.05 2014 16:45 | ummæli

Keppt verður í tveimur flokkum, flokki karla og kvenna og almennum fjölskylduflokki. Ekkert þátttökugjald er í keppnina og Verðlaunin - ekki af verri endanum!

Skráning í CUBE Prologue 2014 hófst í dag

5.05 2014 21:49 | ummæli

Fram til 15. maí verður hægt að skrá sig í öll fjögur mótin á verði þriggja, 4.500,- kr. Eftir 15. maí mun kosta 1.500,- kr. í hvert mót. Flest stig úr þremur keppnum ræður úrslitum.