Hjólreiðafélag Akureyrar er félag allra sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum. Hvort heldur sem er til að hjóla, keppa eða útbúa og betrumbæta aðstöðu fyrir hjólreiðar í bæjarlandinu.
Tindur hjólreiðafélag var stofnað árið 2011 af frumkvöðlum í hjólreiðum og keppnishjólreiðum á Íslandi. Ingvar Ómarsson, David Robertsson, Emil Guðmundsson, Torfi Kristbergsson, Grétar Ólafsson og Sigurður Óskar Pálsson. Tindur er hjólreiðafélag fyrir áhugafólk um hjólreiðar og hjólreiðaæfingar á Íslandi. Hjólreiðar eru fyrir alla en ekkert er betra en að þeysast um í góðum félagsskap. Meðlimir Tinds leggja sig fram um að ná sem bestum persónulegum árangri og hafa gaman að. Í Tindi hjólreiðafélagi er öflugt félagsstarf þar sem hver og einn getur sniðið sér stakk eftir vexti. Í boði eru opnar útiæfingar á racer, keppnishópur í götuhjólreiðum, fjallahjólaæfingar og -ferðir. Tindur heldur úti heilsárs æfingastarfi fyrir börn- og unglinga semhafa áhuga á hjólreiðum sem hreyfingu og íþrótt.